Fara í efni  

Fréttir

Kynningarmyndbönd um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar

Gerð hafa verið fjögur kynningarmyndbönd um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018. Er hér um að ræða nýjung í upplýsingastreymi til bæjarbúa undir heitinu „Í hvað fara krónurnar okkar?“ Myndböndin veita upplýsingar um einstaka málaflokka innan stjórnsýslunnar,
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 12. júní

1276. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. júní kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Vakin er athygli á því að bæjarmálafundir allra flokkanna falla niður þessa vikuna.
Lesa meira

Norðurálsmótið 2018

Nú er Norðurálsmótið að bresta á, margir komnir á Skagann og mikið líf hér í bæ. Fjöldi liða víðs vegar af landinu er komið hér saman til þess eins að keppa í fótbolta og njóta okkar gestrisnar. Skrúðgangan hefur sinn fasta sess í dagskrá mótsins og leggja mótsgestir af stað frá bílaplaninu við bæjarskrifstofuna að Stillholti 16-18 kl. 10:45 í átt að..
Lesa meira

Ærslabelgur kominn upp við Akraneshöll

Nýr ærslabelgur er kominn upp hjá Langasandi, beint fyrir aftan Akraneshöll. Belgurinn var vígður formlega í gær þann 6. júní og er hann ætlaður fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á að hoppa og leika sér. Það var bæjarráð Akraneskaupstaðar sem samþykkti kaupin á belgnum á fundi sínum þann 26. mars síðastliðinn.
Lesa meira

Sigríður Ása leikskólakennari í hópi framúrskarandi kennara á Íslandi

Sigríður Ása Bjarnadóttir, leikskólakennari í leikskólanum Teigaseli á Akranesi fékk í dag viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf. Sigríður Ása var ein af fimm kennurum á landinu sem fékk slíka viðurkenningu.
Lesa meira

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ á Akranesi

Hið árlega kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ verður haldið á Akranesi laugardaginn 2. júní. Hlaupið er frá Akratorgi kl. 11:00 eftir upphitun Steindóru Steinsdóttur sem hefst kl. 10:45. Vegalengdir sem eru í boði eru 2 km og 5 km. Þátttökugjald er fyrir 12 ára og yngri samtals kr. 1000 og fyrir 13 ára og eldri samtals kr. 2000. Bolur fylgi þátttökugjaldi og er hægt að skrá sig á staðnum.
Lesa meira

Lokun Jaðarsbakkalaugar vegna Akranesleikanna

Föstudaginn 1.júní verður Jaðarsbakkalaug lokuð frá kl. 13:00 og alveg lokuð laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. júní. Opið er í þreksalinn alla helgina en lokað í alla klefa.
Lesa meira

Sjómannadagurinn á Akranesi

Sunnudaginn 3. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Akranesi. Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00