Fara í efni  

Ærslabelgur kominn upp við Akraneshöll

Belgurinn nýtur strax mikilla vinsælda. Hér má sjá börn að leik á svæðinu í gær þann 6. júní þegar b…
Belgurinn nýtur strax mikilla vinsælda. Hér má sjá börn að leik á svæðinu í gær þann 6. júní þegar belgurinn var vígður.

Nýr ærslabelgur er kominn upp hjá Langasandi, beint fyrir aftan Akraneshöll. Belgurinn var vígður formlega í gær þann 6. júní og er hann ætlaður fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á að hoppa og leika sér.

Það var bæjarráð Akraneskaupstaðar sem samþykkti kaupin á belgnum á fundi sínum þann 26. mars síðastliðinn. Það var síðan skipulags- og umhverfisráð sem samþykkti á fundi sínum þann 24. maí tillögu umhverfisstjóra um að staðsetja belginn við Langasand enda mikil uppbygging á tilgreindu svæði og mikið líf í kringum sumartímann. Belgurinn er 101 m² að stærð er niðurgrafinn og uppblásinn og kemur hann frá Danmörku. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00