Fara í efni  

Sigríður Ása leikskólakennari í hópi framúrskarandi kennara á Íslandi

Verðlaunahafar ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, rektor Háskóla Íslands, og forseta Menntavísi…
Verðlaunahafar ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, rektor Háskóla Íslands, og forseta Menntavísindasviðs. Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Gísli Hólmar Jóhannesson, kennari hjá Keili, Sara Diljá Hjálmarsdóttir, kennari í Höfðaskóla, Valdimar Helgason, kennari í Réttarholtsskóla, Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í tækni, nýsköpun og skólaþróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, Sigríður Ása Bjarnadóttir, kennari í Leikskólanum Teigaseli, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. MYND/Kristinn Ingvarsson

Sigríður Ása Bjarnadóttir, leikskólakennari í leikskólanum Teigaseli á Akranesi fékk í dag viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf. Sigríður Ása var ein af fimm kennurum á landinu sem fékk slíka viðurkenningu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitir þessar viðurkenningar og var hún afhent í dag við hátíðlega athöfn.

Hér er umsögn sem barst um Sigríði Ásu: „Ég ákvað að gerast leikskólakennari út af konu eins og Siggu Ásu. Hún er ein besta fyrirmynd sem ég hef haft í starfi mínu og er einstaklega vel liðin af öllum í nærumhverfinu, hvort sem um er að ræða samstarfsfólk, börn eða foreldra. Hún á skilið endalaust hrós fyrir störf sín og hefur allt það til brunns að bera sem einkennir góðan kennara!“

Við óskum Sigríði Ásu innilega til hamingju með viðurkenninguna!


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00