Fara í efni  

Innritun í leikskóla haustið 2018

Nú líður að innritun í leikskóla fyrir haustið 2018 og bendum við foreldrum/forráðamönnum barna fæddum 2016 og barna fæddum frá janúar til mars 2017 að sækja um leikskólapláss fyrir 26. febrúar næstkomandi. Sækja skal um rafrænt í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar á www.ibuagatt.akranes.is. Vakin er athygli á því að innritunarbréf verða jafnframt send út í íbúagáttina þegar innritun lýkur og verður sérstök tilkynning um það birt hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Í verklagsreglum leikskóla kemur fram að leitast er við að systkini séu í sama leikskóla og fer inntaka barna í leikskóla fram í ágúst.

Nánari upplýsingar er hægt að fá með að senda fyrirspurn á netfangið skoliogfristund@akranes.is eða með því að hringja í síma 433-1000. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30