Fara í efni  

Úthlutun nýrra lóða við Vesturgötu

Akraneskaupstaður auglýsir lóðir við Vesturgötu 49 og 51 lausar til umsóknar. Samkvæmt skipulagi eru lóðirnar ætlaðar fyrir flutningshús.

Þar sem verið er að auglýsa lóðir lausar að nýju verður dregið úr gildum umsóknum sem berast á tímabilinu 20. apríl 2017 til 4. maí 2017. Hverjum umsækjanda er einungis heimilt að sækja um eina lóð. Umsækjendum er bent á að kynna sér reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða, sjá nánar hér.

Umsóknareyðublöð er að finna  í íbúagátt Akraness en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, 1. hæð.

Nánari upplýsingar um lóðirnar og um byggingarskilmála veitir byggingarfulltrúi Akraneskaupstaðar í síma 433-1000 eða í tölvupósti á akranes@akranes.is. Vakin er athygli á því að byggingarfulltrúi er með síma- og viðtalstíma alla virka daga frá kl. 11-12.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00