Óskað er eftir tillögum um bæjarlistamann Akraness árið 2017

Þjóðlagasveitin Slitnir strengir bæjarlistamenn Akraness árið 2016.
Þjóðlagasveitin Slitnir strengir bæjarlistamenn Akraness árið 2016.

Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2017. Hér má sjá hverjir hafa verið kjörnir bæjarlistamenn Akraness í gegnum árin. 

Menningar- og safnanefnd mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á Þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní við hátíðlega athöfn. Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær reglur sem í gildi eru um bæjarlistamann, en reglurnar má sjá hér. Frestur til að skila inn tillögu er til og með 14. maí nk.

Tillögur eru sendar inn rafrænt, hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður

    433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449