Fara í efni  

Faxabraut lokuð áfram út þessa viku

Efnissílóin á Sementssvæðinu. Ljósm. Skessuhorn/Kolbrún Ingvarsdóttir
Efnissílóin á Sementssvæðinu. Ljósm. Skessuhorn/Kolbrún Ingvarsdóttir

Faxabraut, frá Jaðarsbraut og að Akraneshöfn, verður lokuð áfram þessa viku vegna framkvæmda við niðurrif á Sementssvæðinu.  Þann 30. desember hófu verktakar niðurrif á fjórum samliggjandi efnissílóum á Sementssvæðinu og var notast við sprengiefni til þess að fella þau niður. Framkvæmdin gekk því miður ekki eins og vonast var eftir og halla sílóin nú í suðaustur átt að Faxabraut eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Vegna öryggisaðstæðna hefur götunni verið lokað og segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi að ástandið verði endurmetið þann 2. janúar næstkomandi. Þangað til mun öryggisfyrirtæki sinna öryggiseftirliti á svæðinu sem verktaki hefur ráðið til sín. Vakin er athygli á því að lokun götunnar gildir jafnt um gangandi og akandi vegfarendur.

Tengdar fréttir:


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00