Fara í efni  

Laus störf í Leikskólanum Akraseli

Leikskólinn Akrasel.
Leikskólinn Akrasel.

Akrasel er grænfánaleikskóli sem leggur áherslu á umhverfismennt, útikennslu, jóga og hollt mataræði. Kjörorð leikskólans er náttúra, næring og nærvera. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar á Akraseli:

 •  Störf leikskólakennara

Leikskólakennarar óskast til starfa. Um er að ræða fjórar stöður, 50%, 70%, 80% og 100% eða eftir þörfum og samkomulagi. Stöðurnar eru lausar frá og með 4. ágúst 2015. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntun og hæfniskröfur
 • Leikskólakennaramenntun 
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg 
 • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni í samskiptum 
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 
 • Stundvísi og góð íslenskukunnátta

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri í tölvupósti eða í síma 433-1260.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00