Vígsla þjónustumiðstöðvar við Dalbraut 4
Þjónustumiðstöð aldraðra að Dalbraut 4, var vígð við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 5. maí kl. sem hófst 16:00. Miðstöðin sem er á jarðhæð 5 hæða fjölbýlishúss er sérlega vel heppnuð og glæsileg aðstaða fyrir ýmsa starfsemi í þágu eldri borgara á Akranesi. Fjöldi fólks mætti til vígsluhátíðarinnar. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri fór yfir aðdraganda þess að ráðist var í byggingu hússins og fór einnig stuttlega yfir þá miklu vinnu sem liggur í að koma svo viðamiklu verki í framkvæmd.
Fjölmargir aðilar hafa komið að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar og færði Sævar þeim þakkir, þar á meðal voru fyrrverandi formenn FEBAN Viðar Einarsson og Jóhannes Ingibjartsson einnig starfsfólk Akraneskaupstaðar, þau Svala Hreinsdóttir, sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs, Laufey Jónsdóttir, verkefnastjóra í öldrunarmálum og Sigurður Páll Harðarson , sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og það bæjarstjórnarfólk sem hefur verið við stjórnvölinn á undirbúnings – og byggingartímanum. Einnig nefndi Sævar og þakkaði mikilvæga vinnu arkitekta hjá VA arkitektum starfsfólks Eflu verkfræðistofu og byggingafélagsins Bestla. Sævar þakkaði einnig núverandi stjórnarfólki í FEBAN og hjónunum Ragnheiði núverandi formanni FEBAN og Rögnvaldi góða samvinnu og að halda vel utan um öfluga starfsemi í húnæðinu. Í tilefni af 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar var öllum íbúum bæjarins sem verða áttræðir á árinu boðið sérstaklega til vígslunnar og þeim sem mættu færður konfektkassi og kort með hamingjuóskum frá kaupstaðnum.
Flutt voru stutt ávörp af Ragnheiði formanni FEBAN, Viðari Einarssyni fyrrverandi formanni FEBAN og varaforseta bæjarstjórnar Einari Brandssyni.
Klippt var á borða, kór FEBAN söng nokkur lög að því loknu var öllum boðið til kaffi og kökuveislu.
F.v Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, Viðar Einarsson, Ragnar B. Sæmundsson, Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Einar Brandsson. Sigurlaug Inga Árnadóttir, Kristinn Hallur Sveinsson, Bára Daðadóttir, Rakel Óskarsdóttir og Valgarður Lyngdal Jónsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember