Fara í efni  

Vígsla fimleikahúss við Vesturgötu

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Þórdís Þráinsdóttir yfirþjálfari FIMÍA, Eyrún Reynisdóttir framkv…
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Þórdís Þráinsdóttir yfirþjálfari FIMÍA, Eyrún Reynisdóttir framkvæmdastjóri FIMÍA og Ylfa Claxton f.h. Guðmundar Claxton fyrrv. formanns FIMÍA.

Fimleikahúsið við Vesturgötu var vígt formlega þann 6. maí og hófst athöfnin kl 16:00. 

Langur aðdragandi var að ákvörðun um byggingu hússins og hófst hann eiginlega 2010 þar sem starfshópur skipaður af bæjarstjórn skilaði skýrslu um mat á íþróttaaðstöðu í eigu Akraneskaupstaðar og mati á aðstöðu félaga innan ÍA. Niðurstaða starfshópsins var að efst á lista væri bygging fimleikahúss.

Í fyrstu voru skoðaðir tveir valkostir um staðsetningu þ.e. annaðhvort á Jaðarsbökkum eða við Vesturgötu, Vesturgatan varð síðan fyrir valinu og og hönnun á húsinu lauk 2018. Við vígsluna þakkaði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri þeim fjölmörgu aðilum sem komið hafa með einum eða öðrum hætti að byggingu hússins, ákvarðanatöku og eftirliti með að allt væri þar samkvæmt reglum og að keyptur væri sá búnaður sem til þarf. Þakkaði Sævar öllum fyrir frábært starf og góða samvinnu við að koma upp þessu glæsilega húsi sem er lögleg keppnishöll og þykir einstaklega vel heppnað. Auk Sævars fluttu ávörp Eyrún Reynisdóttir, fulltrúi FIMÍA og Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar.

Eftir vígsluna var opin æfing hjá iðkendum FIMÍA sem gestum var boðið að fylgjast með.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00