Fara í efni  

Vigdís Birna rauðhærðasti Íslendingurinn 2021

Vigdís Birna, Rauðhærðasti Íslendingurinn 2021 ásamt Fríðu Kristínu viðburðarstýru Akraneskaupstaðar
Vigdís Birna, Rauðhærðasti Íslendingurinn 2021 ásamt Fríðu Kristínu viðburðarstýru Akraneskaupstaðar

Vigdís Birna vann titilinn rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021 á Írskum dögum sem haldnir voru á Akranesi um helgina. Keppnin var haldin í tuttugasta og annað skiptið og alls voru 12 einstaklingar skráðir til leiks í ár. Sigurvegari hlaut í verðlaun 50 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Air.


Vigdís Birna er 13 ára og býr á Akranesi og á Hvítárvöllum í Borgarfirði.


Helga Dís hlaut annað sæti í keppninni og Rúrik Logi það þriðja og hlutu þau gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun. 

Að sögn Fríðu Kristínar viðburðarstýru Akraneskaupstaðar gekk helgin vel fyrir sig, heilmikið var um að vera í bænum og ættu allir að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00