Fara í efni  

Viðhald og viðgerðir gamalla húsa

Safnasvæðið á Akranesi. Ljósmynd: Finnur Andrésson.
Safnasvæðið á Akranesi. Ljósmynd: Finnur Andrésson.

Auglýsing vegna námskeið í viðhaldi húsa.

Námskeið fyrir húsasmiði og áhugamenn um húsavernd verður haldið í Byggðasafninu í Görðum 23. - 24. október næstkomandi. 

Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að vinna við viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum. Fjallað er um undirstöður og burðarvirki og farið yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul timburhús sem hafa verið endurbyggð. Þátttakendum er kennt að meta varðveislugildi húsa og breytingar sem gerðar hafa verið á þeim frá því þau voru byggð og hvernig staðið skuli að viðhaldi og viðgerðum á þeim. Námskeiði er haldið í samvinnu við Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Kennarar eru Magnús Skúlason arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Einar S. Hjartarson húsasmíðameistari. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu Iðan fræðslusetur.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00