Fara í efni  

Viðgerð á listaverkinu Pýramídísk abstraksjón

Mynd af Ljósmyndasafni Akraness af listaverkinu.
Mynd af Ljósmyndasafni Akraness af listaverkinu.

Um þessar mundir vinnur Ástþór Helgason að viðhaldi listaverks Ásmundar Sveinssonar, Pýramídísk abstraksjón. Þetta glæsilega listaverk, sem er staðsett í holtinu á horni Stillholts og Kirkjubrautar, var sett upp á Akranesi á árinu 1975. Það voru Kvenfélag Akraness, Menningarsjóður Akraneskaupstaðar og Sementsverksmiðja ríkisins sem stóðu straum af kostnaði. Vinnan nú er unnin samkvæmt viðhaldsáætlun listaverka hjá Akraneskaupstað. Áætluð verklok eru fyrir miðjan maí ef veðurskilyrði verða í lagi. Á vef ljósmyndasafns Akraness má sjá skemmtilegar myndir af listaverkinu frá ýmsum sjónarhornum á ýmsum tímum, sjón er sögu ríkari 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00