Fara í efni  

Vetraropnun í Bjarnalaug

Bjarnalaug er opin almenningi alla laugardaga í vetur milli kl 10:00 og 13:00. Fyrsta opnun verður laugardaginn 27. ágúst næstkomandi. 

Bjarnalaug er 12,5 m innilaug með heitum potti sem staðsettur er í laugargarði utandyra. Bjarnalaug er einstaklega skemmtileg sundlaug og til gamans má geta þess að Bjarnalaug er til útleigu fyrir hin ýmsu tækifæri svo sem afmæli, bekkjarkvöld, starfsmannapartý o.fl. Bjarnalaug er staðsett að Laugabraut 6 og er hún orðin 70 ára gömul. Laugin er notuð í dag sem kennslulaug fyrir Brekkubæjarskóla en einnig fer þar fram ungbarnasund og sundskóli. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00