Fara í efni  

Vetrarfrí framundan

Vetrarfrí grunnskólanna hér á Akranesi framundan, 15. - 19. október og við í Tómstundateymi Akraneskaupstaðar viljum hvetja fólk til að nýta fríið í að vera heima með fjölskyldunni og búa til nýjar og öðruvísi minningar á þessum Covid-19 tímum. Þetta eru skrítnir tímar en gefa okkur þó tækifæri til að gera öðruvísi hluti. Hér eru nokkrar hugmyndir af fjölskyldusamveru í vetrarfríinu.

  • Spila, púsla, föndra, mála.
  • Kíkja í bókasafnið og finna góða bók sem hægt er að lesa saman
  • Bókasafnið lánar spil
  • Ganga/hjóla um Akranes og skoða listaverk bæjarins
  • Gönguferð/hjólaferðir um Höfðavík, Elínarhöfða, Breið og Langasand
  • Kíkja í sund
  • Ratað um Akranes

   Snjallsímaratleikur vítt og breitt um Akranes. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að taka þátt og hafa nesti með í för. Hjól eru tilvalinn ferðamáti en það má nýta það sem hentar hverjum og einum. Hægt er að sækja Ratleikja Appið í Google play og App store. ATH að gefa þarf appinu aðgang að staðsetningu (location) og myndavél (camera) símtækisins.

   Apple: https://apps.apple.com/us/app/id1518012432

   Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.cePanoo.Ratleikur

 

Það reynir á okkur að fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda en við getum þetta saman. Gerum eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman í vetrarfríinu.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00