Fara í efni  

Vel mætt á íbúafund um umhverfisstefnu Akraness

Frá hópavinnu á íbúafundinum.
Frá hópavinnu á íbúafundinum.

Skipulags- og umhverfisráðs Akranesskaupstaðar vinnur að því að móta umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Af því tilefni var efnt til íbúafundar fimmtudaginn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Stefán Gíslason og Salome Hallfreðsdóttir frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. sáu um fundarstjórn. Fundurinn var með svokölluðu þjóðfundafyrirkomulagi án fyrirfram ákveðinna efnisatriða og opinn öllum.

Það mættu tæplega 50 manns og tóku þátt í því að móta hugmyndir að framtíðarsýn á sviði umhverfismála í sveitarfélaginu. Ánægjulegt var að sjá hversu virkan þátt fólk tók í hópavinnunni og bindur Akraneskaupstaður miklar vonir við að niðurstaða fundarins geti orðið skref í átt að skilvirkri umhverfisstefnu fyrir bæinn okkar.

Hópvinnan fór fram í fjórum lotum. Í fyrstu lotu var ákveðið hvaða málaflokkar eða áhersluatriði yrðu tekin fyrir. Hverjum hópi var þannig í sjálfsvald sett hvert umræðan fór og þannig var gætt að frumleika og nýsköpun innan hópsins.

Sendum kærar kveðjur til allra þeirra sem gáfu sér tíma til þátttöku. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00