Fara í efni  

Vel heppnaður bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Þann 31. janúar síðastliðinn kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Í bæjarstjórn unga fólksins eru þau Jón Hjörvar Valgarðsson formaður og fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Vesturlands, Eyrún Sigþórsdóttir fulltrúi nemenda Brekkubæjarskóla, Stefán Kaprasíus Garðarsson nemandi í Fjölbrautarskóla Vesturlands og fulltrúi Hvíta húss, Ylfa Claxton fulltrúi nemenda Grundaskóla, Tómas Andri Jörgensson nemandi í Fjölbrautarskóla Vesturlands og fulltrúi Hvíta húss og Eva María Jónsdóttir nemandi í Brekkubæjarskóla og fulltrúi Arnardals. Fundinn sátu einnig bæjarfulltrúar og bæjarstjóri og stýrði Ingibjörg Valdimarsdóttir annar varaforseti bæjarstjórnar fundinum.

Fulltrúar unga fólksins í bæjarstjórn lögðu fram margvíslegar tillögur og fyrirspurnir til kjörinna bæjarfulltrúa. Allir fulltrúarnir lögðu á herslu á það sem vel er gert í bænum t.d. gott og öflugt íþrótta- og tómstundastarf, innleiðingu á nýjum hugbúnaði í grunnskólanna, lagfæring á götum bæjarins, fríar strætóferðir, góð grillaðstaða í Garðalundi, fyrirhuguð bygging nýs fimleikahúss, tónlistarskólinn og tónlistarsal.

Fulltrúarnir töldu tækifæri felast í því fyrir bæjaryfirvöld að nýta lýðræðislega þátttöku ungmenna í umræðu um málefni bæjarfélagsins og gefa þeim kost á setu í skóla- og frístundaráði. Einnig búsetuúrræði ungs fólks á Akranesi og lagt til að reistir verði stúdentagarðar, frekari uppbygging og viðhald íþróttamannvirkja og fjölbreytni í aðstöðu til að sporna gegn hreyfingaleysi ungmenna, gjaldfrjálst internet á Akranesi, strætó á kvöldin og um helgar, opnun þjónustu við nemendur FVA eftir kl. 15.00 nú þegar skólaárið hefur verið stytt og skóladagurinn lengst, meira samstarf væri milli grunnskólanna í valgreinum á unglingastigi og samræmd sundkennsla í grunnskólunum á Akranesi.

Bæjarstjóri og kjörnir bæjarfulltrúar þökkuðu ungmennunum fyrir vel undirbúin erindi og málefnalega framgöngu. Hér má nálgast fundargerð fundarins


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00