Fara í efni  

Vegvísar og upplýsingaskilti á Akranesi

Bæjarráð samþykkti nýlega að setja upp þrjár vegvísa á Akranesi sem og einnig upplýsingaskilti við Akraneshöfn. Fyrsti vegvísinn var vígður föstudaginn 7. júlí síðastliðinn í tengslum við vinabæjarmót Norræna félagsins sem fór fram þá helgi á Akranesi. Vegvísirinn sem er staðsettur á Akratorgi gefur til kynna um hverjir vinabæir Akranes eru og hvað þeir eru í kílómetrum talið langt í burtu frá torginu. Tveir vegvísar verða síðan settir upp í byrjun næsta mánaðar og verða staðsettir við Faxatorg og hjá Tjaldsvæðinu/Olís. Þemað á þeim er ferðaþjónustutengt og vísar á helstu áningarstaði Akranes þá meðal annars vitann, sundlaugina, Byggðasafnið, Akratorg og Langasand.

Árið 2016 var sett upp nýtt upplýsingaskilti hjá Hausthúsatorgi við innkomuna á Akranes. Stefnt er að setja upp sambærilegt skilti á Akraneshöfn. Staðsetningin tengist siglingum Sæferða og að gestir geti nálgast upplýsingar um Akranes með sem auðveldasta hætti. Staðsetningin er fyrirhuguð við Sementssílóin þannig að gestir sjái skiltið við komu á bryggjuna úr ferjunni og er staðsetning miðuð við að gestir átti sig strax á göngustígnum sem liggur að Akratorgi. Fyrirtækjum á Akranesi verður boðið að kaupa auglýsingu á skiltið líkt og gert var með skiltið hjá Hausthúsatorgi. Þeir sem hafa áhuga á auglýsingu er vinsamlegast beiðnir um að senda tölvupóst á netfangið saediss@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00