Vallarsel 40 ára
Vallarsel fagnar 40 ára afmæli sínu en hann opnaði þann 20. maí 1979. Vallarsel er elsti starfandi leikskólinn á Akranesi og var sá fyrsti sem var byggður sem slíkur. Fyrstu árin eftir að hann tók til starfa voru eingöngu tvær deildir í skólanum en árið 1985 var þriðja deildin opnuð, dagheimilisdeild. Byggt hefur verið tvisvar við hann og var hann lengi vel þriggja deilda en haustið 2004 var tekin í notkun nýbygging og er leikskólinn sex deilda með um 140 börn og 40 starfsmenn. Leikskólastjóri er Björg Jónsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Vilborg Valgeirsdóttir.
Í tilefni af afmælinu hafa verið hátíðarhöld alla vikuna og hafa börn og starfsfólk fagnað tímamótunum á ýmsan hátt. Á sjálfan afmælisdaginn var m.a. farið fylktu liði í skrúðgöngu og síðan var opið hús fyrir foreldra og velunnara. Í dag, föstudag, var grillað í blíðunni og húllum hæ í garðinum fyrir börn, starfsfólk og foreldra. Við óskum Vallarseli til hamingju með daginn, hipp hipp húrra!
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember