Fara í efni  

Útboð byggingarétts á Sementsreit

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í byggingarétt á 6 lóðum á Sementsreit á Akranesi.

Um er að ræða byggingarétt á fjöleignarhúsum á 3 hæðum auk bílakjallara á 4 lóðum á uppbyggingarreit D og á 2 lóðum á uppbyggingarreit C. Öllum lóðunum verður úthlutað til sama aðila.

Nokkrar stærðir í verkinu:

 • Lóðastærðir 9.450 m²
 • Byggingarréttur íbúða 11.450 m²
 • Byggingarréttur kjallara og bílakjallara 7.900 m²

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá mánudeginum 11. október 2021 í gegnum útboðsvef Mannvits, HÉR.

Tilboðum ásamt tillögum skal skilað fyrir kl. 12:00 föstudaginn 3. desember 2021 í afgreiðslu Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi. Ekki verður haldinn opnunarfundur aðgengilegur bjóðendum, niðurstöður útboðs verða sendar bjóðendum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00