Uppbygging á Akranesi
Á Akranesi er mikil áhersla lögð á virkni og þátttöku íbúa í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Öll helsta þjónusta er í tveggja kílómetra fjarlægð eða minna frá heimilum og auðvelt er að komast ferða sinna gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að innviðauppbygging íbúahverfa og þjónustu endurspegli það.
Umgjörð bæjarins er einstök með fjölbreytta strandlengju og skógræktarsvæði. Aðstaða til íþróttastarfssemi er framúrskarandi og grunnskólar og leiksólar eru til fyrirmyndar. Akraneskaupstaður leggur áherslu á að gera sveitarfélagið sem vænlegast til búsetu og atvinnu með öflugum innviðum og framúrskarandi þjónustu.
Uppbygging sem skilar sér
Markviss uppbygging í íbúðarhúsnæði hefur verið í forgrunni hjá Akraneskaupstað undanfarin ár. Akraneskaupstaður hefur markvisst stefnt að því að tryggja nægilegt framboð af lóðum bæði til íbúðabyggðar og atvinnuuppbyggingar.
Gjöld á lóðum eru í takt við önnur sambærileg sveitarfélög. Þetta nær til helstu kostnaðarliða, svo sem gatnagerðargjalds, byggingaréttargjalds og lóðargjalds. Helstu þróunarsvæði bæjarins eru meðal annars:
Sementreitur
Sementreitur er eitt stærsta þróunarsvæði bæjarins og er staðsettur við strandlínu Akraness. Svæðið snýr í suður. Þar er í gangi úboð á byggingarétti á hagstæðum verðum fyrir allt að 66 íbúðum. Markmið skipulagsins er að skapa fjölbreytta og sjálfbæra byggð með góðu aðgengi að þjónustu og bæjarlífi.
Skógahverfi
Skógahverfi er nýtt íbúðahverfi sem leggur áherslu á sjálfbærni og græna þróun. Í deiliskipulagi hverfisins er gert ráð fyrir fjölbreyttri byggð sem samanstendur af bæði sérbýli og fjölbýli. Svæðið býr auk þess yfir góðum tengingum við skóla, þjónustu og samgöngur, sem styrkir möguleika þess sem framtíðarhverfis.
Dalbrautareitur
Við Þjóðbraut og Dalbraut er Dalbrautareitur, skipulagt svæði þar sem áhersla er lögð á blandaða notkun, þá bæði íbúðir og þjónustustarfsemi. Nálægðin við miðbæinn gerir svæðið aðlaðandi fyrir fjölbreytta nýtingu og bætir aðgengi íbúa að helstu þjónustu bæjarins.
Flóahverfi
Flóahverfi er nýtt og metnaðarfullt hverfi sem að einkennist af grænum iðngörðum. Markmið hverfisins er að þar sé samfélag fyrirtækja sem leitast í sameiningu við að hámarka nýtingu auðlinda og takmarka sóun með samnýtingu og endurnýtingu í svokölluðu hringrásarhagkerfi.
Til þess að lesa meira um uppbyggingu á Akranesi er hægt að skoða vefinn 300akranes.is hérna. Með öflugri innviðaþróun, glæsilegum mennta- og íþróttamannvirkjum og framtíðarsýn sem byggir á sjálfbærni og grænum lausnum eflir Akranes fjölskyldulíf í bænum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember