Fara í efni  

Velheppnað ungmennaþing

Föstudaginn 1.nóvember sl. hélt Ungmennaráð Akranes í samstarfið við Þorpið, málþing fyrir ungt fólk í 7.-10 bekk. Á málþinginu var kallað var eftir skoðunum og áliti ungmennanna á ýmsum málum er varða þeirra hag.

Ungmennin voru m.a. spurð að því hvert hlutverk þeirra sjálfra er í eigin menntun, hlutverk foreldra þeirra er og hvert hlutverk kennarans er. Þá voru þau spurð að því hvað Akraneskaupstaður getur gert til að styðja við heilsueflingu ungs fólks, hvað þau vilji læra í skóla og vinnuskóla og hvernig bærinn getur stuðlað að betri umhverfisvitund bæjarbúa.

Góðar umræður sköpuðust og eins og sjá má á myndunum voru ungmennin full af áhuga og höfðu margt til málanna að leggja. Ungmennaráð Akraness mun vinna úr niðurstöðunum og kynna þær fyrir bæjarstjórn Akraness á Bæjarstjórnafundi unga fólksins sem fram fer þriðjudaginn 19. nóvember n.k. og er opinn öllum líkt aðrir bæjarstjórnarfundir.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00