Fara í efni  

Um 140 leikskólabörn mættu á fótboltaæfingu

Knattspyrnumenn og -konur framtíðarinnar. Mynd: KFÍA.
Knattspyrnumenn og -konur framtíðarinnar. Mynd: KFÍA.
Fyrsta æfingin í tilraunaverkefni ÍA og leikskólanna á Akranesi fór fram í dag. Um 140 börn frá öllum leikskólum á Akranesi tóku þátt í æfingu þar sem gleði og hreyfing réði ríkjum.
 
Verkefnið nær frá 19. september til 12. desember og stendur öllum börnum fæddum 2020–2021 til boða. Æfingarnar fara fram á föstudögum kl. 10:30–11:15 og eru skipulagðar af Knattspyrnufélagi ÍA í góðu samstarfi við leikskólana. Skráning og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum Abler.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00