Fara í efni  

Breiðarsvæði - tillaga að breyttu deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 9. maí 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæði skv. 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin afmarkast af lóðinni Bárugötu 15. Breytingin felst að íbúðauppbygging verði heimiluð ásamt núverandi atvinnuhúsnæði.

Gert er ráð fyrir fjölbýlishúsi á norðanverðri lóðinni, þrjár hæðir með inndreginni fjórðu hæð, sem rúmi allt að átta íbúðir, eitt bílastæði á íbúð. Heimilað byggingarmagn á lóð verður 1080 m² og nýtingarhlutfall lóðar verður 1,6 eftir breytingu.

Tillagan liggur frammi til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is/skipulag-i-kynningu frá 11. maí til 22. júní 2023.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 22. júní 2023 annaðhvort á Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is.

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar

Deiliskipulagsuppdráttur


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00