Fara í efni  

Tilkynning um breytta þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði og starfsstöðvum þess

Í ljósi nýjustu upplýsinga um COVID-19 og smit á Akranesi hefur Akraneskaupstaður ákveðið að bregðast við þeirri stöðu með eftirfarandi aðgerðum til að tryggja sem best öryggi í þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Staðan verður metin þriðjudaginn 22. september upplýsingar uppfærðar í samræmi við það.

Viðbrögðin felst í eftirfarandi aðgerðum

Heimaþjónusta (stuðnings- og stoðþjónusta)
Þjónustan verður með óbreyttu sniði.

Félagsstarf aldraðra og öryrkja
Félagsstarfi aldraðra og öryrkja að Kirkjubraut 40 verður lokað vikuna 21. - 25. september. Nánari upplýsingar eru á facebook síðu Félagsstarf eldri borgara og öryrkja á Akranesi

Heilsuefling aldraðra
Heilsuefling aldraðra heldur áfram. Nánari upplýsingar eru á facebook síðu FEBAN

Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður
Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður verður lokaður 21. 22. og 23. september 2020. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Fjöliðjunnar s. 433-1720 – 433-1723.

Búkolla
Búkolla er opin.

Búsetuþjónusta fatlaðra
Búsetuþjónusta fatlaðra verður órofin.

Dagdvöl á Höfða
Dagdvöl aldraðra á Höfða er opin.

Endurhæfingarhúsið Hver
Endurhæfingarhúsið Hver er lokað 21. og 22. september 2020.

Félagsþjónusta og barnavernd
Hægt er að ná í starfsmenn á símatímum eða með því að senda tölvupóst.

Félagsþjónusta:

  • Símatímar félagsþjónustu eru: mánudaga milli kl. 11-12. Símatímar starfsmanna eru í gegnum skiptiborð Akraneskaupstaðar í síma 433-1000.
  • Netfangið er: velferd@akranes.is

Barnavernd:


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00