Fara í efni  

Tilkynning til íbúa vegna vegaframkvæmda á Vesturgötu

Þriðjudaginn 26. apríl 2016 verður unnið við að fræsa yfirborð Vesturgötu, þ.e. malbikið verður tekið af götunni. Þetta á við um kaflann milli gatnamóta Merkigerðis og Stillholts og verður þessi hluti Vesturgötunnar lokaður frá kl. 8:00 til kl. 21:00, nema fyrir neyðarumferð. Íbúar við Vesturgötu og aðrir eru beðnir um að fjarlægja öll ökutæki á þessum götukafla þennan dag. Gera má ráð fyrir truflunum á umferð við gatnamót Vesturgötu og Merkigerðis og einnig við gatnamót Vesturgötu og Stillholts. Umferð við þessi gatnamót verður stjórnað þegar verktaki er að vinna á og við gatnamótin. Gatnamót Háholts og Vesturgötu verða lokuð.

Ferðir strætisvagns breytast þennan dag. Ekki verður ekið um Háholt frá Vesturgötu og þess vegna verður biðstöð númer 22 við íþróttahúsið ekki í notkun. Strætisvagn beygir inn Stillholtið frá Vesturgötu og ekur Heiðarbrautina að Háholti. Til bráðabirgða verður biðstöð nr. 22 við gatnamót Heiðarbrautar og Háholts.

Foreldrar og kennarar skólabarna eru beðnir um að útskýra fyrir þeim þessar breytingar. Gestir íþróttahússins þurfa að hafa í huga að aðkoma að húsinu verður önnur þennan dag. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða við framkvæmdina og vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00