Fara í efni  

Þrjár grenndarstöðvar líta dagsins ljós

Í dag, mánudag 23. janúar hófst uppsetning á grenndargámum sem staðsettir verða á þremur stöðum í bænum. Undanfarnar vikur hefur farið fram vinna við greiningu á staðsetningum út frá ýmsum þáttum og næsta skref er að prófa hvort staðsetningarnar gangi með því að máta gámana á svæðin og meta aðstæður fyir bíl  sem þarf að losa þá.

Staðsetningarnar eru eftirfarandi:
- Vesturgata 27 – við Bíóhöllina
- Bílaplani aftan við Bókasafn Akraness við Dalbraut 1
- Við byggðasafnið á Akranesi við Garðaholt 3

Við vekjum athygli á því að verið er að prófa þessar staðsetningar á mánudaginn og gefin verður út ný tilkynning þegar endanlegar staðsetningar liggja fyrir. Í kjölfarið mun fara fram vinna við að smíða gerði utan um grenndarstöðvarnar en íbúar geta hafið notkun á gámunum strax.

Til að byrja með verða fjórir gámar á hverri grenndarstöð þar sem íbúar geta losað sig við endurvinnsluefni sem til fellur á heimilum.

Pappír og pappi

 • Dagblöð og tímarit
 • Fernur
 • Bylgjupappi
 • Gjafapappír
 • Eggjabakkar
 • Aðrar umbúðir úr pappa

Plast

 • Plastpokar
 • Plastbrúsar
 • Plastdósir
 • Plastfilma
 • Plastbakkar
 • Frauðplast
 • Aðrar umbúðir úr plasti

Gler

 • Glerkrukkur
 • Rúðugler
 • Postulín
 • Aðrar umbúðir úr gleri

Málmar

 • Málmlok
 • Málmdósir
 • Sprittkertabikarar
 • Aðrar umbúðir úr málmi

Í öllum tilvikum á það við að efnið sem fer í grenndargámana skal vera laust við matarleifar og eins hreint og kostur er á.

Þegar fram líða stundir verður stefnt á fleiri grenndarstöðvar og eins fleiri gáma á hverri stöð eins og til dæmis undir skilagjaldskyldar umbúðir, kertavax, lín og textíl svo dæmi séu tekin.

Við hvetjum íbúa til að fylgjast vel með þegar endanlegar staðsetningar verða tilkynntar og í kjölfarið verður flokkunarleiðbeiningum dreift í hús.

Það skiptir miklu máli að ganga vel um grenndarstöðvarnar og þangað á alls ekki að koma með óflokkaðan úrgang. Slíkur úrgangur á ávallt heima í svörtu tunnunni við heimili eða í þar til gerð ílát í Gámu – móttökustöðunni á Höfðaseli.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00