Fara í efni  

Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri lætur af störfum

Við kveðjuboð Þráins þann 31. desember síðastliðinn.
Við kveðjuboð Þráins þann 31. desember síðastliðinn.

Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri lét af störfum þann 31. desember síðastliðinn eftir 45 ára farsælan starfsferil hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Þráinn hóf störf sem almennur slökkviliðsmaður hjá slökkviliðinu þann 5. mars árið 1974 og tók við starfi slökkviliðsstjóra þann 1. september árið 2005. 

Ráðningarferli stendur yfir um þessar mundir á eftirmanni Þráins en á meðan mun varaslökkviliðsstjóri Björn Þórhallsson gegna stöðu slökkviliðsstjóra. Stefnt er að ráðningarferlinu ljúki um miðjan janúar en samkvæmt brunavarnalögum nr. 75/2000 er ráðningarvaldið hjá sveitarstjórn og er fyrsti fundur sveitarstjórnanna hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit fyrirhugaður þann 14. janúar næstkomandi.

Akraneskaupstaður vill nota tækifærið og þakka Þránni fyrir frábært starf í þágu samfélagsins á Akranesi og óskar honum velfarnaðar. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00