Fara í efni  

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Akranesi

Ella María Gunnarsdóttir Fjallkona
Ella María Gunnarsdóttir Fjallkona

Hátíðarhöldin á 17. júní fóru fram í gær með hefðbundnu sniði. Þjóðlegur hátíðarmorgunn var á safnasvæðinu. Boðið var uppá ratleik fyrir börnin ásamt því að félagar í Hestamannafélagi Dreyra teymdu undir börnum. Fimleikafélag Akraness bauð þá einnig uppá blöðrur og annan varning til sölu í stúkuhúsinu.

Hátíðarguðþjónusta var haldin í Akraneskirkju þar sem nýstúdentinn Sólveig Sigurbjörnsdóttir flutti ræðu. Skrúðganga lagði af stað frá Tónlistarskóla Akraness undir dynjandi takti trommusveitar. Gengið var að Akratorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Skátafélag Akraness sá þá um fánahyllingu í upphafi hátíðarhalda en þá tók Guðjón Brjánsson alþingismaður við og flutti hátíðarræðu. Ella María Gunnarsdóttir var fjallkona Akurnesinga í ár og flutti hún ljóðið Ísland, ættjörð mín frjáls eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi (1893-1973). Bæjarlistarmaður Akraness var heiðraður en í ár hlaut Valgerður Jónsdóttir þann titil. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir söng þjóðsönginn en einnig söng sigurvegari Hátónsbarkans hún Hanna Bergrós Gunnarsdóttir fyrir gesti. Karíus og Baktus kíktu í heimsókn auk þess sem tónlistarfólkið Herra Hnetusmjör og Bríet stigu á stokk.

Svipmyndir frá hátíðarhöldunum má skoða hér að neðan. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00