Fara í efni  

Þjóðhátíðardagur Svía

Sænska fánanum flaggað á Akratorgi.
Sænska fánanum flaggað á Akratorgi.

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Svía í dag þann 6. júní er sænska fánanum flaggað á Akratorgi þar sem Västervik er einn af vinarbæjum Akraness. Västervik er hafnarborg í Smálöndunum í Svíþjóð og er um 200 km frá Stokkhólmi. Fólksfjöldi þar er um 37 þúsund manns. Vegna nálægðar borgarinnar við höfn og þar með flutningaleiðir, byggir hún atvinnulífið mikið á iðnaði. Västervik er vinsæll sumardvalarstaður og eru einkum seglskútufólk, hjólhýsafólk, ferðalangar í dagsferðum og fyrrum íbúar staðarins sem dvelja þar á sumrin. Á hverju ári frá 1966 er haldin mikil þjóðlagahátíð í Västervík, við rústir Stegeholm kastala og sækir mikill fjöldi fólks þessa hátíð ár hvert. Fyrir utan Västervík er stórt fjarskiptamastur, 335 metrar að hæð og er mastrið, ásamt þremur öðrum möstrum, talið vera hæsta bygging Svíþjóðar.

Frá Västervik koma ýmsir þekktir einstaklingar, t.d. Björn Ulvaeus, sem var í hinni sívinsælu hljómsveit ABBA og svo söngkonan Alice Babs sem kannski margir af eldri kynslóðinni þekkja. Hún var t.d. fyrsti keppandi Svíþjóðar í Eurovision. Ekki má heldur gleyma því að prakkarinn Emil í Kattholti er einmitt úr Smálöndunum í Svíþjóð. 

Við sendum vinum okkar í Västervik bestu óskir um gleðilegan þjóðhátíðardag. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00