Fara í efni  

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður

Frá vinstri: Sylvía Hera Skúladóttir, Skúli Þórðarson, Regína Ásvaldsdóttir, Árni Hjörleifsson og Il…
Frá vinstri: Sylvía Hera Skúladóttir, Skúli Þórðarson, Regína Ásvaldsdóttir, Árni Hjörleifsson og Illugi Gunnarson.

Fjölmennt var á Bókasafni Akraness þann 22. september síðastliðinn þegar Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sylvía Hera Skúladóttir frá Heimili og skóla undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi. Einnig skrifuðu fulltrúar frá Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp undir sáttmálann. Markmið með þjóðarsáttmálanum er að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. 

Dagskráin hófst með ávarpi Regínu og fylgdi þar næst á eftir ávarp Illuga. Nemendur Tónlistarskóla Akraness léku á klarínett lagið „Don´t worry, be happy” og eftir það var sáttmálinn undirritaður. Að lokum kom hinn þekkti söngvari Ingó veðurguð og flutti lagið sem samið var í tengslum við verkefnið, „Það er gott að lesa”.  Eftir formlega athöfn var gestum boðið uppá kaffi og veitingar. 

Myndir frá athöfninni má sjá hér. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00