Fara í efni  

Tenglar Alzheimersamtakanna á Akranesi

Nýir tenglar Alzheimersamtakanna á Akranesi tóku formlega við hlutverki sínu þann 15. nóvember síðastliðinn. Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri í heimaþjónustu er fulltrúi fagaðila og Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála er fulltrúi aðstandenda. Hlutverk tengla er að vinna að markmiðum Alzheimersamtakanna í sínu nærumhverfi, opna umræðu um heilabilunarsjúkdóma og aðstoða þá sem til þeirra leita. Þeir hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem starfsfólk samtakanna býr yfir og taka virkan þátt í að miðla henni áfram. 

Fyrsti opni fræðslufundur Alzheimersamtakanna sem þær taka þátt í að skipuleggja sem tenglar verður fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi. Nánari tíma- og staðsetning verður auglýst þegar nær dregur. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu