Fara í efni  

TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR

Hvatningarátakið TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni. Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsvísu og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Skemmtilegur liður í hvatningarátakinu eru TAKK veggir sem verið er að setja upp víða um landið og er nú kominn einn slíkur á gamla Landsbankahúsið að Suðurgötu 57 og blasir við öllum þeim sem eiga leið um Skólabraut.

Landsmenn og þar með íbúar og vinir Akraness eru hvattir til þess að taka virkan þátt í hvatningarátakinu með því að deila myndum á samfélagsmiðlum með áherslu á Instagram og Facebook undir merkjunum: @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar.

Við hvetjum ykkur til að skella ykkur í myndaferð í miðbæinn, smella af mynd og birta undir merkjunum @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar og leggja þannig verðugu og fallegu átaki lið og þakka á sama tíma þeim sem hafa verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Hægt er að lesa meira inn á heimasíðu átaksins www.tilfyrirmyndar.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00