Fara í efni  

Sumarið er á næsta leiti

Sturturnar á Langasandi.
Sturturnar á Langasandi.

Það eru merki um það að sumarið sé handan við hornið þegar gosbrunnurinn á Akratorgi er settur af stað og sturturnar á Langasandi. Tímasetningin er miðuð við að hætta á frosti sé liðin hjá en mannvirkin geta skemmst ef frost er í veðri. Við minnum íbúa einnig á að vorhreinsun er í gangi á Akranesi og biðjum ykkur um að taka virkan þátt í að gera bæinn okkar fallegri með góðri umgengni og einnig að hafa samband í gegnum netfangið akranes@akranes.is ef þið verðið vör við óvenju slæma umgengni.  Endilega kynnið ykkur vorhreinsunina nánar hér. 
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00