Fara í efni  

Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs

Velferðar- og mannréttindasvið óskar eftir stuðningsfjölskyldum fyrir börn á Akranesi. Stuðningsfjölskyldur taka á móti fötluðum og ófötluðum börnum til dvalar á heimili sínu að jafnaði eina helgi í mánuði með það að markmiði að styðja við foreldra barnsins, veita barninu tilbreytingu og stuðning. Önnur börn á heimilinu er ekki hindrun og ætlast er til þess að barnið verði hluti af daglegu lífi fjölskyldunnar á meðan á dvöl þess stendur.

Viðkomandi fjölskylda þarf að sækja um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda til velferðar- og mannréttindasviðs.

Umsækjendur þurfa að skila inn heilbrigðisvottorði fyrir alla heimilismenn 15 ára og eldri þar sem staðfest er að hvorki andleg eða líkamleg veikindi komi í veg fyrir að umsækjandi geti starfað sem stuðningsforeldri. Starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs þurfa undirritað leyfi umsækjanda til að sækja um fullt sakavottorð hjá ríkissaksóknara fyrir þessa sömu aðila. Að framangreindum skilyrðum uppfylltum gera starfsmenn Barnaverndarnefndar úttekt á heimilinu og aðstæðum heimilismanna áður en leyfi er veitt. Laun eru greidd samkvæmt gjaldskrá Akraneskaupstaðar.

Hér er sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar.

Nánari upplýsingar veita: Lilja Lind Sturlaugsdóttir ráðgjafi í málefnum fatlaðra netfang: lilja.lind@akranes.is og Erla Björg Kristjánsdóttir félagsráðgjafi netfang: erlabk@akranes.is eða í síma 4331000

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00