Stöður rekstrarstjóra og umhverfisstjóra auglýstar
Lausar eru til umsóknar stöður rekstrarstjóra og umhverfisstjóra á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar. Rekstrarstjóri hefur yfirumsjón með framkvæmdum og viðhaldi gatnakerfisins á Akranesi ásamt umsjón með rekstri fasteigna í eigu Akraneskaupstaðar. Umhverfisstjóri hefur yfirumsjón með umhverfismálum og undir hann heyra rekstrarstjóri Vinnuskólans og grænn vinnuflokkur. Næsti yfirmaður rekstrarstjóra og umhverfisstjóra er sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Stöðurnar koma til vegna mannabreytinga á skipulags- og umhverfisviði og skipulagsbreytinga í kjölfarið þar sem störf eru sameinuð. Hér má sjá nýtt skipurit sviðsins.
Starfssvið rekstrarstjóra
- Dagleg stjórnun og umsjón áhaldahúss.
- Yfirumsjón með viðhaldi gatna- og stígakerfis.
- Yfirumsjón með viðhaldi fasteigna í eigu Akraneskaupstaðar.
- Vinnur að verk- og fjárhagsáætlunum.
- Samskipti og upplýsingamiðlun til bæjarbúa og annarra hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur vegna starfs rekstrarstjóra
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði iðn- og tæknimenntunar.
- Stjórnunarreynsla æskileg.
- Reynsla af áætlanagerð.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Starfssvið umhverfisstjóra
- Yfirumsjón með stofnanalóðum og opnum svæðum.
- Vinnur að verk- og fjárhagsáætlunum.
- Stuðlar að og hvetur til lýðræðislegrar þátttöku íbúa,
- stofnana og atvinnulífs í umhverfisverkefnum.
- Undirbúningur að stefnumótun í umhverfismálum.
- Samskipti og upplýsingamiðlun til bæjarbúa
- og annarra hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur vegna starfs umhverfisstjóra
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði skipulags og garðyrkju.
- Stjórnunarreynsla æskileg.
- Reynsla af áætlanagerð.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Hér er sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar vegna starfs rekstrarstjóra og hér er hægt að sækja um starf umhverfisstjóra. Einnig er hægt að sækja um störfin í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2017. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um störfin. Lögð er sérstök áhersla á að umsækjendur hafi áhuga og metnað fyrir ásýnd umhverfisins.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri í síma 433-1000 eða á netfangið sigurdur.pall.hardarson@akranes.is.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember