Fara í efni  

Starfsemi leikskólanna og sumarleyfi

Þann 4. maí nk. taka í gildi breyttar samkomureglur sem fela í sér að fjöldatakmarkanir falla alveg niður á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun barna á leik- og grunnskólaaldri. Þetta felur í sér að engar takmarkanir verða á starfsemi leikskólanna frá 4. maí. Ákvörðun hefur verið tekin að opnunartími leikskólanna verði til sumarleyfis frá 6:30/7:30 til 16:30.

Tveggja metra reglan um nálægð fullorðinna gildir áfram og þarf að taka tillit til þess í skipulagi á starfinu. og eins varðandi fjölda fullorðinna á svæði. Einnig verður reynt að takmarka aðgang foreldra inn í skólann eins og kostur er. Áfram verða svæði sótthreinsuð og í lok dags verða extra þrif til að undirbúa næsta dag.

 

Sumarleyfi leikskólanna 2020

Akrasel lokar kl. 12:00 7. júlí og opnar kl. 12.00 6. ágúst.

Garðasel lokar kl. 12:00 3. júlí og opnar kl. 12:00 4. ágúst.

Teigasel  lokar kl. 12:00 7. júlí og opnar kl. 12.00 6. ágúst.

Vallarsel  lokar kl. 12:00 7. júlí og opnar kl. 12.00 6. ágúst.

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00