Fara í efni  

Laus staða verkefnisstjóra virkniúrræða á Skagastöðum

Staða verkefnisstjóra virkniúrræða á Skagastöðum er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna ráðningu í 100% stöðuhlutfall til 31. desember 2015. Skagastaðir er atvinnutengt virkniúrræði fyrir unga atvinnuleitendur sem eru á fjárhagsaðstoð hjá Akraneskaupstað, á atvinnuleysisbótum eða skráðir í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun.

Verksvið:

  • Hefur umsjón með starfi Skagastaða í náinni samvinnu við félagsþjónustu og Vinnumálastofnun.
  • Metur þarfir fyrir sértæk úrræði s.s. atvinnuátak eða virkniúrræði af öðru tagi.
  • Stýrir atvinnuúrræðum sem sett er sérstaklega á fót vegna þeirra sem þurfa á slíku úrræði að halda.
  • Vinnur að umbótum og þróun þeirrar þjónustu sem hann tekur þátt í að veita í samstarfi við aðra starfsmenn félagsþjónustu Akraneskaupstaðar og annarra samstarfsaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Samskiptahæfni
  • Reynsla af og þekking á starfi á sviði vinnumarkaðsúrræða er kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 12. ágúst 2015. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri sveitarfélagsins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Hrói Finnson, sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs, jon.hroi.finnsson@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00