Fara í efni  

Stakkstæðin á breið endurgerð

Framkvæmdir við Breiðina.
Framkvæmdir við Breiðina.

Síðustu daga hefur rykið verið dustað af horfnum atvinnuháttum á Breiðinni. Starfsmenn garðyrkjudeildar bæjarins vinna nú í óða önn við að endurgera hluta stakkstæðanna sem áður voru notuð til að breiða út saltfisk til þerris. Þetta er hluti af heildarhönnun arkitektarstofunnar Landslags við Breiðina og er steinalögnin unnin undir handleiðslu Unnsteins Elíassonar, torf- og grjóthleðslumanns.

Verkefnið er til komið vegna styrkveitingar sem Akraneskaupstaður fékk fyrr á þessu ári úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, nánari upplýsingar má lesa hér.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00