Fara í efni  

Staða framkvæmda á fimleikahúsi við Vesturgötu

Framkvæmdir við byggingu fimleikahúss við Vesturgötu eru nú komnar á fullt skrið og má sjá breytingu á svæðinu milli vikna. Búið er að fleyga upp klöppina og nú er unnið hörðum höndum að steypa upp tæknikjallara og sökkla fyrir húsið. Þegar sú vinna klárast verður farið í að steypa plötu og útveggi. Í sumar verður ráðist í að gera nýja búningsklefa fyrir bæði íþrótta- og fimleikahúsið. Á meðan þær framkvæmdir standa yfir má búast við að íþróttahúsið verði lokað að hluta eða að öllu leyti.

Af öryggisástæðum hefur sparkvelli við Brekkubæjarskóla verið lokað á meðan framkvæmdir standa yfir. Áætlað er að hægt sé að opna hann að nýju fyrir sumarlok.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00