Sorphirða yfir jól og áramót
Nú í byrjun jólavikunnar lýkur Terra sorphirðu pappa og plasts frá heimilum á Akranesi, en næsta hirða á þeim flokkum er áætluð 12.-16. janúar. Hirðing á blönduðum og lífrænum úrgangi frá heimilum er næst á bilinu 29. desember til 2. janúar.
🗑️ Grenndarstöðvar
Á grenndarstöðvum verður bætt við gámum fyrir pappír og pappa um hátíðirnar sem endranær og verður reynt að losa þá fljótt þegar þeir fyllast. Mikilvægt er að ganga vel um svæðin og skilja ekki eftir úrgang utan við gámana.
♻️ Flokkun úrgangs
Mikilvægt er að flokka vel það sem fer í tunnur heima við og í gáma. Aðskilja þarf plastumbúðir og plastbönd frá pappír. Gjafabönd flokkast sem blandaður úrgangur. Hér á heimasíðu Terra má sjá leiðbeiningar um flokkun á mörgu því sem til fellur um jólin.
Einnig skiptir máli að gera það sem hægt er til að minnka rúmmál þess sem fer í tunnur og gáma, til dæmis með því að brjóta pappír, pappa og pappakassa vel saman.
👷♂️👷♀️ Álag yfir hátíðir
Mikið álag er á starfsfólk í sorphirðu á þessum árstíma og viðbúið er að bæði tunnur og grenndargámar geti fyllst tímabundið. Gáma verður opin milli jóla og nýárs, en þangað er hægt að fara gjaldfrjálst með bæði pappír og plast sé það vandlega flokkað. Sjá opnunartíma hér.
🏭 Viðbótargámar
Einnig mun Orkan við Skagabraut vera með umbúðagáma á planinu hjá sér, einn minni fyrir plast og annar stærri fyrir pappa. Með þessu vill fyrirtækið hvetja viðskiptavini og íbúa til að taka þátt og flokka.
🎆 Flugeldar
Flugeldarusl á ekki að fara í tunnu fyrir blandaðan úrgang. Því á að skila í Gámu eða í gám Björgunarfélags Akraness sem staðsettur verður hjá húsnæði félagsins við Kalmansvelli 2. Pappinn í tertum er blandaður með leir og því ekki hægt að endurvinna hann. Ósprungnir flugeldar flokkast sem spilliefni og stjörnuljós sem málmar.
🙏 Með kærum þökkum fyrir gott flokkunarár og von um áframhaldandi gott samstarf.
Gleðileg jól!
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember





