Fara í efni  

Sorphirða - breytingar 2023

Fyrirhugaðar eru breytingar á sorpmálum Akraneskaupstaðar.

Samkvæmt nýjum lögum um flokkun sorps við heimili, sem taka gildi núna um áramótin, þarf að flokka sorp í fjóra flokka við hvert hús. Breytingin felur meðal annars í sér að við hvert heimili þarf ílát fyrir hvern flokk.

Það fyrirkomulag sem mestan meðbyr hefur fengið samanstendur af fjórum tunnum, tveim 140L og tveim 240L. Þær skiptast þannig að önnur 140L tunnan verður fyrir almennt sorp á meðan hin verður fyrir lífrænan úrgang. Stefnt er að því að þessar tvær tunnur verði tæmdar á tveggja vikna fresti. 240L tunnurnar verða þær sömu og nú þegar standa við hvert heimili, en önnur verður eingöngu ætluð fyrir plast en hin fyrir pappa og pappír. Þær verða losaðar á fjögurra eða sex vikna fresti.

Við fjölbýlishús verður notast við 240L tunnur fyrir lífrænan úrgang og 660L kör undir hina þrjá flokkana plast, pappa og pappír og almennt sorp, sitt ílátið fyrir hvern flokk. Losun sorpíláta við fjölbýli verður eins og losun við einbýli eða á fjögurra til sex vikna fresti.

Þessar breytingar taka að öllum líkindum gildi í ágúst 2023, en þá mun nýr samningur við aðila sem sjá um sorphirðu og rekstur gámastöðvar taka gildi. Ekki er búið að bjóða það verk út en unnið er að gerð útboðsgagna.

Unnið er að því þessa stundina að koma upp þremur grenndarstöðvum sem verða opnar almenningi. Þær munu taka á móti pappa/pappír, plasti, málmum, gleri og textíl. Í framhaldinu er síðan stefnt að því að fjölga þessum stöðvum í bænum, eftir því hver reynslan verður af rekstri þeirra.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00