Fara í efni  

Skipulagslýsing vegna Sementsreits

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags Sementsreits ásamt breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði blönduð byggð íbúða-, verslunar og þjónustu í stað iðnaðar- og atvinnusvæðis. Hluti skipulagssvæðisins er á hafnarsvæði.

Skipulagslýsingin er til kynningar frá 22. apríl til 11. maí n.k. og verður þá haldinn opinn kynningarfundur sem auglýstur verður sérstaklega. Ábendingar varðandi lýsinguna skulu vera skriflegar og berast í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, 1. hæð eða á netfangið skipulag@akranes.is.

Hér er hægt að nálgast skipulagslýsinguna


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00