Fara í efni  

Skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulags Jaðarsbakka á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 13. júní 2023, skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og endurskoðunar deiliskipulags Jaðarsbakka skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð Aðalskipulagsbreyting tekur til 17,5 hektara svæðis, þróunarsvæðis B og landnotkunarreita HV-201, OP-202, ÍB-203, ÍÞ-206 og AF-207.

Í endurskoðun skipulags á Jaðarsbökkum verður lögð áhersla á íþróttir og náttúru á svæðinu með skýrri tengingu við Langasand. Markmið endurskoðunar felst í uppbyggingu á miðstöð lýðheilsu, en þar er m.a. átt við byggingu hótels, baðlóns og íþróttaaðstöðu, auk þess eru möguleikar á þéttingu byggðar skoðaðir. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu, helstu viðfangsefni og fyrirhugað skipulagsferli.

Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri að Dalbraut 4. Ábendingar varðandi skipulagslýsingu eiga að vera skriflegar og berast fyrir 6. júlí 2023 í gegnum Skipulagsgátt https://skipulagsgatt.is/issues/247, þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00