Fara í efni  

Síðustu sýningardagar Jónínu Guðnadóttur í Akranesvita

Frá innsetningu Jónínu Guðnadóttur í Akranesvita
Frá innsetningu Jónínu Guðnadóttur í Akranesvita

Sýning listakonunnar Jónínu Guðnadóttur í Akranesvita verður opin alla daga til og með 31. ágúst frá kl. 10-16.00 

Verk Jónínu sem kallast Breið er innblásið af minningum frá uppvaxtarárum hennar sem snérust aðallega um leiki í fjörunni, sjósókn og veður. Innsetningin er 35 metra spírall sem byrjar með lífinu í sjónum, færist upp í fjöru, tekur flugið og hverfur til himins.

Jónína tekur á móti gestum í vitanum um helgina. Sjón er sögu ríkari.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00