Fara í efni  

Sementsstrompurinn er fallinn

Strompur Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag þann 22. mars 2019. Aðgerðin tókst með öllu mjög vel og var strompurinn sprengdur í tveimur hlutum. Fyrri sprengingin átti sér stað kl. 14:00 og sú seinni var kl. 15:00. Tafir urðu á aðgerðinni, annars vegar sökum veðurs fyrir hádegi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að aðgerðin myndi hefjast kl. 12:15 og hins vegar varð seinkun á seinni sprengingunni þar sem brak féll við fyrri sprenginguna á víra tengdum seinni sprengingunni. Brugðist var hratt við því og vírar lagaðar þannig að hægt var að klára aðgerðina. Strompurinn féll samkvæmt áætlun, efri hlutinn til suðausturs og neðri hlutinn til suðvesturs. 

Fjölmargir fylgdust með aðgerðinni á skipulögðum öryggissvæðum og einnig var sýnt beint frá viðburðinum, m.a. á ÍATV en á tímabili voru yfir 5000 þúsund manns að horfa á útsendinguna.

Verktaki var Work North og undirverktaki í þessari aðgerð var fyrirtækið Dansk Sprængnings Service. Hlutverk þeirra var að veita sérfræðiaðstoð ásamt því að skipuleggja og stýra fellingu strompsins.

Hjalti Sigurbjörnsson og strákarnir í Midnight Studios settu saman meðfylgjandi myndbrot af fellingu strompsins.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00