Fara í efni  

Samstarf um móttöku 400 skáta í júlí

Akraneskaupstaður og Skátamót ehf. undirrituðu þann 21. júní síðastliðinn samstarfssamning um móttöku 400 ungmenna á vegum 15th World Scout Moot 2017 sem fram fer á Íslandi þann 25. júlí til 2. ágúst næstkomandi. Um er að ræða alþjóðlegt skátamót sem haldið er á fjögurra ára fresti af alheimshreyfingu skáta og er hýst af mismunandi löndum í hvert sinn og á Íslandi í ár.  Gert er ráð fyrir að um 6.000 manns sæki mótið, langflestir erlendis frá og eru frá 100 þjóðlöndum.  Af heildarfjöldanum verða 5.000 þátttakendur á aldrinum 18 til 25 ára og 1.000 sjálfboðaliðar, 26 ára og eldri munu aðstoða við framkvæmd mótsins. Undirbúningur fyrir stórmót eins og World Scout Moot er gríðarlegur, stendur í fjölda ára og að honum koma allt að 200 sjálfboðaliðar.

Dagskrá World Scout Moot er skipt í tvennt. Annars vegar svokallaða ferðadagskrá þar sem þátttakendur munu dreifast á 11 mismunandi staði á landinu og hins vegar staðardagskrá sem verður á Úlfljótsvatni og allir taka þátt í. Einn af þessum stöðum er Akranes og er gert ráð fyrir að 400 skátar dvelji í bænum frá 25.-29. júlí. Skátarnir verða staðsettir á efra svæði tjaldsvæðisins í Kalmansvík og verður það svæði girt sérstaklega af og lokað á meðan þeir dvelja hér. Allir þátttakendur leggja fram 4-6 klukkustunda sjálfboðavinnu og meðal verkefna er gróðursetning, hreinsun svæða og ýmislegt fleira. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00