Fara í efni  

Samið við Þrótt ehf. um gangstéttagerð í Skógarhverfi I og II og gatnagerð við Ketilsflöt

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þróttar ehf.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þróttar ehf.

Nýlega var gengið til samninga við Þrótt ehf. um gangstéttagerð í Skógarhverfi I og II. Framkvæmdin felst í að vélsteypa kantstein, steypa gangstéttir og malbika hjólastíg við Asparskóga, Akralund og Blómalund. Reiknað er með að verki verði lokið í ágúst 2018. 

Einnig var samið við Þrótt ehf. í maí síðastliðinn um gatnagerð við Ketilsflöt frá gatnamótum upp að Garðalundi. Verkið innifelur líka fjórar gönguþveranir, þ.e. tvær við Ketilsflöt og tvær við Kalmansbraut sem er í takt við þau markmið sem sett voru í umferðaröryggisskýrslu Akraneskaupstaðar. 

Frá undirritun samnings: Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri og Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þróttar ehf.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00