Fara í efni  

Róðrakeppni 2022 - Sjómannadagur

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur 12. Júní næstkomandi og við stefnum á glæsilega dagskrá.

Að venju verður haldin róðrakeppni, en við hvertum vinnustaði, vinahópa, íþróttahópa og aðra áhugasama til þess að taka sig saman og taka þátt í róðrakeppni á Sjómannadaginn. Hvert lið þarf að hafa 6 liðsmenn og einn stjórnanda.
Þau sem vilja skrá sig til leiks senda póst á frida@akranes.is fyrir 6. Júní.

Róðrabátarnir verða komnir viku fyrir keppni svo allir ættu að geta æft sig.

Keppnisbrautin er eins og myndin hér að ofan sýnir. Hún er u.þ.b. 350 metra löngu. Ræst er við endan á varnargarði við „Stóru bryggjuna“ og endamarkið er milli ystu flotbryggju og þar sem björgunarskipið Jón Gunnlaugsson er vanalega bundinn, sjá rauða línu á mynd.

Þetta er áætluð vegalengd, gæti verið styttri ef mikil hreyfing er í fyrir utan höfnina þá í skjól við varnargarðinn.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00