Fara í efni  

Rannsókn á grunnvatnsstöðu á Akranesi

Ábendingar komu frá íbúum um háa grunnvatnsstöðu á neðri hluta Akraness. Frétt þess efnis birtist inn á heimsíðu Akraneskaupstaðar 26 maí s.l.

Í framhaldinu réðust Veitur í rannsóknir á sínum veitukerfum. Ekkert hefur hinsvegar komið fram í þeim rannsóknum hingað til.

Málið hefur verið til umfjöllunar innan stjórnsýslu Akraneskaupstaðar. Ákveðið var í framhaldinu að leita til verkfræðistofunnar Verkís til þess að skoða málið frekar.

Sú vinna er í gangi og er stefnt að því að fyrstu niðurstöður hennar birtist með skýrslu um mánaðarmótin ágúst/september 2023.

Niðurstöður þeirrar skýrslu verða kynntar íbúum.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00